Heim

Reykjadalsá er lagleg og nett tveggja stanga laxveiðiá í uppsveitum Borgarfjarðar. Hún á upptök sín við rætur Oks og liðast mjúklega um Hálsasveit og Reykholtsdal framhjá sögufrægum stöðum eins og Reykholti og Deildartunguhver.
Reykjadalsá liggur frá Giljafossi til Svartshöfða í Hvítá og er 38 km að lengd, gott aðgengi er við ánna og bílfært er að flestum veiðistöðunum. Merktir veiðistaðir eru 32 talsins og skipta veiðimenn sjálfir með sér veiðistöðum. Meðal veiði síðastliðinna ára er 176 en var hæst 297 laxar árið 2013. Veiði 2022 voru 141 lax og 47 urriðar veiddir. Veiði árið 2023 er ekki vituð vegna villu í rafrænni skráningu. Veiði árið 2024 var 117 laxar og 30 urriðar.

Veitt er á 2 stangir, fluga og maðkur er leyfilegt agn. Hirða má 2 laxa á dag á stöng en umfram það ber að sleppa öllum laxi. Veiðileyfi frá 20. júní til 1. ágúst eru seldar saman tvær stangir í einn dag, en frá 1. ágúst til 30. september eru seldar saman tvær stangir í tvo daga.

Veiðileyfi – Tilboð á veiðileyfum í júní
Öll sala veiðileyfa fyrir Reykjadalsá í Borgarfirði verða seld á vefverslun okkar.
Frá 20. júní til 31. júlí eru seldar tvær stangir saman og einn dagur .
Frá 1. ágúst til 30. september eru seldar tvær stangir saman og tveir dagar.
Nýtt og glæsilegt veiðihús með þremur svefnherbergjum, hvert með tveimur rúmum og baði ásamt uppábúnum rúmum fylgir með veiðileyfum. Einnig er innifalið þrif að lokinni veiði.

Höfum ákveðið að lækka verð veiðileyfa frá og með 20 júní til 1 júlí í 59.000 kr fyrir 2 stangir 1 dag.
Þá er ekki boðið uppá uppábúin rúm eða sængurföt og þurfa veiðimenn að þrífa húsið, pott og grill að veiði loknu.

KAUPA VEIÐILEYFI HÉR

Veiðihús við Reykjdalsá

Nýtt glæsilegt veiðihús er við ána, staðsett á Bæjareyri, fyrir neðan Reykholt. Veiðihúsið er 130 fm veiðihús með þremur svefnherbergjum með baði og svefnpláss fyrir sex manns. Veiðihúsið er með öllum tækjum og húsgögnum, heitum potti, gasgrilli og vöðlugeymslu. Húsið er staðsett á Reykholtssvæðinu niður við ánna, ekið er afleggjarann niður að Reykholtsfljóti. Fjarlægð frá Reykjavik er 105 km.

 

 

Almennar upplýsingar

Veiðitímabil: 20. júní til 30.september. Morgunvakt er frá kl. 07:00 til 13:00 og kvöldvakt er frá kl. 16:00 til 22:00. Eftir 15. ágúst er kvöldvakt frá 15:00-21:00.

Fjöldi stanga: 2 stangir

Agn: Fluga og maðkur

Gisting: Veiðihús er við ána.

Fjarlægð: Reykjavik 105km

Veiðistaðir: Á veiðisvæði Reyjadalsá eru 31 skráðir veiðistaðir, sjá veiðistaði hér.

Veiði síðustu ára: Meðalveiði síðustu 20 ára eru 176 laxar en hæst fór hún í 297 laxa árið 2013. Veiði 2022 voru 141 lax og 47 urriðar. Veiði árið 2023 er ekki vituð vegna villu í rafrænni skráningu. Veiði árið 2024 var 117 laxar og 30 urriðar.

Staðsetning / Veiðihús
Veiðihúsið er með 3 svefnherbergjum hvert með tveimur rúmum og baði og er svefnpláss fyrir 6 manns.  Veiðihúsið er með öllum tækjum og húsgögnum, heitum potti, gasgrilli og vöðlugeymslu. Uppábúin rúm eru í herbergjum. Ef komið er frá Reykjavík er beygt til hægri af þjóðvegi 1 áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrúna og inn á Borgarfjarðarbraut (veg nr. 50). Síðan er ekið sem leið liggur framhjá Kleppjárnsreykjum og að Reykholti. Síðan er beygt til hægri að veiðistað nr 16 Reykholtsfljóti.
Almennar reglur

Veitt er á 2 stangir, fluga og maðkur eru leyfilegt agn. Hirða má 2 laxa á dag á stöng en umfram það ber að sleppa öllum laxi.
Veiðitími er 07:00-13:00 og 16:00-22:00 en eftir 15. ágúst 07:00-13:00 og 15:00-21:00

Veiðimenn skipta sjálfir með sér veiðisvæðum.

Staðhættir og aðgengi er gott, bílfært er að langflestum veiðistöðum.

Veiðimenn mega koma í veiðihúsið einni klukkustund áður en veiði hefst á veiðidegi og skulu rýma húsið klukkan 14 á brottfarardag.


Skylt er að skrá allan afla daglega (bæði lax og silung).

Hægt er að skrá afla rafrænt á hafogvatn.is (linkur aðgengilegur hér) eða í bók í veiðihúsi.

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd.
Sjá skilmála hér

Shopping Cart
Scroll to Top